top of page
logó.JPG
Áfengis- og fíknivarnir

Áfengis- og fíknivarnir taka til almennra forvarna s.s. gagnvart tóbaki, rafrettum, áfengi, öðrum vímuefnum og annars konar fíkn. 

 

Starfsfólki Djúpavogsskóla ber skylda til þess að fræða nemendur og miðla upplýsingum varðandi fíkn. Markmiðið er að draga úr fjölda þeirra sem ánetjast reykingum eða öðrum vímuefnum sem og annarri fíkn. Fræðslan fer fram með fjölbreyttum hætti og koma margir aðilar að þeirri fræðslu, svo sem kennarar, hjúkrunarfræðingur og utanaðkomandi aðilar sem eru sérfræðingar á ákveðnum sviðum. 

 

Leiðir í forvörnum  

 • Að fræða nemendur um skaðsemi tóbaks, rafretta, áfengis og annarra fíkniefna og afleiðingar af neyslu þessara efna. Sömuleiðis að fræða um annars konar fíkn t.d. netfíkn. 

 • Stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og heilbrigðum lífsstíl nemenda svo að nemendur verði betur færir um að taka sjálfstæðar ákvarðanir án þess að láta undan félagslegum þrýstingi. 

 • Leggja aukna áherslu á úrræði fyrir nemendur í áhættuhópum. 

 • Hafa samvinnu við heimilin um forvarnir. 

 • Fá gestafyrirlesara í heimsókn í skólann til að ræða við nemendur í tengslum við annað forvarnastarf.

 • Hjúkrunarfræðingur kemur reglulega í skólann og sinnir meðal annars forvarnarstarfi. Forvarnarefni heilsugæslunnar, 6H, er notað við þá fræðslu.

 

Viðbrögð þegar upp kemur grunur eða vitneskja um fíkn  

 

Ferill vímuefnamála  

 • Öll notkun tóbaks og rafretta er bönnuð í og við skólann. 

 • Foreldrum er gert viðvart ef nemandi verður uppvís að reykingum, rafrettunotkun eða tóbaksnotkun. 

 • Hafi starfsfólk skólans grun um að nemandi sé farinn að reykja, nota tóbak eða rafrettur eru foreldrar látnir vita um þann grun af umsjónarkennara. 

 • Ef grunur um neyslu áfengis eða fíkniefna nemanda vaknar hjá starfsfólki skólans er umsjónarkennara og skólastjóra tilkynnt um málið og hefur hann eða skólastjóri samband við foreldra/forráðamenn nemanda. Hann bendir foreldrum á hvert þeir geti leitað eftir aðstoð. 

 • Ef staðfestar upplýsingar liggja fyrir um neyslu nemanda á áfengi eða öðrum vímuefnum skal umsjónarkennari eða skólastjóri strax boða foreldra til fundar, kynna þeim málið og láta vita um framgang málsins. 

 • Málinu er vísað til nemendaverndarráðs. 

 • Skólastjóri tilkynnir barnaverndaryfirvöldum skriflega um málið. 

 • Skóli og barnaverndaryfirvöld vinna saman að framgangi máls með heimilunum  En hvað með heimilin?

 

Skólastjóri og nemendaverndarráð sjá um öll mál sem tengjast vímuefnum og fíkn innan skólans. 

 

Hvert er hægt að leita þegar vandi steðjar að?  

Djúpavogsskóli er þátttakandi í Austurlandslíkaninu og getur því leitað til sérfræðinga sem sitja í Austurlandsteyminu. Í skólanum er starfandi nemendaverndarráð sem bæði foreldrar og börn geta leitað til varðandi nám og líðan sem og erfiðleika tengdum fíkn. Fulltrúar í nemendaverndarráði geta í samvinnu við foreldra og nemendur óskað eftir íhlutun teymisins ef á þarf að halda. Betra er að leita til teymisins áður en vandinn er orðinn stór því hugmyndafræðin að baki teyminu er snemmtæk íhlutun. Einnig er hægt að leita beint til fulltrúa félagsþjónustu, skólahjúkrunarfræðings, læknis og sálfræðings hjá Skólaskrifstofu Austurlands. Hérna mætti kannski setja inn nokkur orð um skólaforðun og líka verkferla við hvernig málum er vísað inn í Austurlandsteymið.

 

bottom of page