top of page
logó.JPG
Austurlandslíkanið

Austurlandslíkanið er rekið af félagsþjónustu Múlaþings og starfar náið með starfsfólki Djúpavogsskóla í málefnum nemenda sem á þurfa að halda.

 

Austurlandslíkanið er að fyrirmynd Nyborgarmódelsins og byggir að mörgu leyti á álíka nálgun og innleidd hefur verið í Herning í Danmörku. Helstu áherslur í verklaginu eru snemmtæk inngrip, forvarnir og samvinna í teymi úti í skólum með áherslu á samstarf ólíkra fagstétta og stofnana. Mikil áhersla er lögð á valdeflingu og þátttöku einstaklinga við ákvarðanatöku í eigin málum. Innan teymisins starfa félagsráðgjafar, þroskaþjálfi og skólahjúkrunarfræðingur. Starfið er fjölbreytt og skapandi og gefandi að taka þátt í að móta nýtt vinnulag og nýsköpun í stjórnsýslu. Sveitarfélögin Múlaþing, Fljótsdalshreppur og Vopnafjörður, standa saman að innleiðingu Austurlandslíkansins. 

 

Spring Branches
bottom of page