logó.JPG

Á vorönn 2022 verður eftirfarandi nám í boði í Tónlistarskóla Djúpavogs.

Kennari er Berglind Björgúlfsdóttir, söngkona.

 

Forskóli 1.- 3. bekkur

Kennsla fer fram í hópatímum einu sinni í viku, 40mín í senn.

 

Markmið forskólans er að efla sönggleði og tilfinningu fyrir tónlist sem undirbúning undir hljóðfæranám. Nemendur læra í gegnum söng, hlustun, hreyfingu, leik og sköpun. Nemendur hefja nám á ukulele og kynnast því að spila á bjöllur og ýmis ásláttarhljóðfæri. Forskólanemendur læra að koma fram og taka virkan þátt í tónleikahaldi skólans.

 

Ukulele 4.-10. bekkur

Kennsla fer fram í hópatímum einu sinni í viku, ýmist 40 mín í senn eða 2 x 20 mín.

 

Ukulele byrjendanám. Rythmiskt tónlistarnám með áherslu á  hljóma og undirleiksmynstur við sönglög, einnig þjálfun í að spila laglínur við undirleik samnemenda og gefið tækifæri til að semja lög. Farið í hugtök og tákn hefðbundins nótnalesturs, lestur hljómatákna og lestur á ukulele TABS. Nemendur læra að koma fram og taka virkan þátt í tónleikahaldi skólans.

  

Gítar  4.-10. bekkur

Kennsla fer fram 1x í viku, (40 mín í senn eða 2 x 20 mín) – skipt í hópa eftir aldri.

 

Byrjendanám á gítar. Rythmiskt tónlistarnám með áherslu á  bókstafshljóma og undirleiksmynstur við sönglög, þjálfun í að spila laglínur við undirleik samnemenda og gefið tækifæri til að semja lög. Einnig verða fjölbreyttar leiðir farnar, stuðst við smáforrit(öpp) og netnám. Farið í hugtök og tákn hefðbundins nótnalesturs, lestur hljómatákna og lestur á gítar TABS. Nemendur læra að koma fram og taka virkan þátt í tónleikahaldi skólans.

 

Hljómborð 5.-10.bekkur

Kennsla fer fram 1x í viku 40 mín –  2 til 3 nemendur saman. Skipt í hópa eftir aldri.

 

Rythmiskt tónlistarnám með áherslu á hljóma og undirleiksmynstur, einnig hefðbundinn nótnalestur. Farið í grunnatriði hljómborðsleiks, laglína með hægri hönd og hljómar með vinstri hönd, æfðir skalar, einnig þjálfun í að spila laglínur við undirleik samnemenda og gefin forskrift til lagasmíða. 

 

Söngur 5.-10.bekkur 

Kennsla fer fram 2x í viku 20mín – í hópatíma.

 

Lögð er áhersla á heilbrigða og látlausa raddbeitingu og að efla sjálfstæði og persónulegan söngstíl hvers og eins. Nemendur fá þjálfun í að syngja sjálfstætt laglínur við hljómaundirleik, einnig þjálfun í að radda með öðrum, samsöng og meðleik. Uppbygging námsins er einstaklingsbundin og viðfangsefni geta verið breytileg, eftir áhuga og þörfum nemenda. Nemendur læra að koma fram og taka virkan þátt í tónleikahaldi skólans.

 

Samspil

Nemendur sem stunda hljóðfæranám, hittast í samspilstímum, spila hver fyrir aðra, einnig kemur gestaspilari. Þetta verða tvö skipti á vorönn. 

 

Gjaldskrá

Þar sem ekki er búið að samræma gjaldskrár tónlistarskóla í Múlaþingi mun nám í tónlistarskólanum á vorönn flokkast sem hálft nám (23.898) auk hljóðfæraleigu (7.185kr) þar sem við á.

 

Nýskráningar fara fram hér: https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=CuhuVXoLOEKp6FEBJyc3sm7XI9PnVkVFtkcffGYA2rhUMkFLWUMyT0lFVlFZOVRORVFMV1hYOUtFNy4u 14. - 21.janúar 2022.