top of page
logó.JPG

Cittaslow

Í Djúpavogsskóla er unnið eftir hugmyndafræði Cittaslow en sveitarfélagið Djúpavogshreppur varð aðili að hreyfingunni 2013. Markmið Cittaslow-hreyfingarinnar eru að auka lífsgæði og ánægju fólks og leggja áherslu á sérstöðu, fjölbreytni og virðingu. Leiðir að þessum markmiðum snúast t.d. um að sporna við einsleitni og að vernda náttúru og menningarminjar. Þá þykir mikilvægt að fegra og bæta umhverfið, nota nýjustu tækni í þágu samfélagsins, efla staðbundna menningu og framleiðslu. Þessum þáttum skal vinna að en um leið sporna við hraða, auka öryggi og aðgengi, sem og gestrisni, kurteisi og vinsamlegt viðmót. Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eiga vel við þau viðmið sem sett eru í faggreinanámsskrá skólans í tengslum við Cittáslow. 

 

Í skólastarfinu endurspeglast Cittáslow hugmyndafræðin í öllu starfi skólans. Viðmiðum hæglætishreyfingarinnar er fléttað inn í námsmarkmið og skipulag náms á öllum stigum. Einnig er unnið eftir hugmyndafræðinni í þverfaglegum verkefnum sem tengd eru hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla. Einnig skal náms- og starfsumhverfi í Djúpavogsskóla taka mið af hugmyndafræði Cittáslow og skal það endurspeglast í hvetjandi námsumhverfi, hæglæti og núvitund í skólastarfinu.

Hamingjan býr í hæglætinu - Heimildarmynd um Cittaslow og skólastarf á Djúpavogi

bottom of page