top of page
Foreldrafélag Djúpavogsskóla

​Skv. 14.2 kafla Aðalnámskrár skulu allir grunnskólar hafa starfandi foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.
 

  • Allir foreldrar og forráðamenn nemenda í Djúpavogsskóla eru í foreldrafélaginu. 

  • Stjórnin sér um viss verk, dreifir verkum, tekur á móti ábendingum og kemur þeim á rétta staði þegar það á við, er tengiliður milli heimila og skóla, ber hag barna í Djúpavogsskóla í brjósti. 

  • Allar ábendingar um verkefni, viðburði og annað sem tengist starfi félagsins eru vel þegnar. 

  • Félagið er öflugt ef allir félagar taka þátt. 

 

Spring Branches

Eitt stærsta fjáröflunar- og samfélagsverkefni foreldrafélagsins er umsjón með nytjamarkaðnum Notó. Þangað geta íbúar Djúpavogs og nærsveita gefið nytsamlega hluti og keypt notaða hluti. Eru það foreldrar og nemendur sem sjá um að raða, verðleggja og afgreiða. Notó fékk foreldraverðlaun Heimilis og skóla árið 2020.

Þá hefur foreldrafélagið boðið upp á fjölbreyttar smiðjur, örnámskeið og fyrirlestra í nokkur ár. Markmiðið er að bjóða upp á einn til tvo viðburði á Smiðjuhelgi frá utanaðkomandi aðila og virkja foreldra og mannauð Djúpavogshrepps. Hefur það tekist með eindæmum vel og frábær stemning skapast meðal barna og foreldra og er Smiðjuhelgin orðin fastur viðburður í félagslífi skólans.

 

Stjórn foreldrafélagsins

Skólaárið 2022-2023

Formaður: Ágústa Margrét Arnardóttir

Ritari:

Gjaldkeri:

Meðstjórnandi:

Umsjón með Notó: Unnur og Hugrún Malmquist

 

bottom of page