top of page
logó.JPG

Frístund

Meginhlutverk frístundaheimila er að bjóða börnum innihaldsríkt frístunda og tómstundastarf í barnvænu og skapandi umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og vali.

Hægt er að skrá nemendur í 1.-3. bekk í Frístund eftir skóla frá kl 13:15-16:00. Frístund er staðsett í Helgafelli, húsnæði í nálægð við skólann. Starfsfólk Frístundar aðstoðar nemendur við að komast t.d. til og frá íþróttahúsi á íþróttaæfingar eftir skóla, hefur umsjón og eftirlit með leik nemenda og býður nemendum upp á síðdegishressingu. Símanúmer frístundar er 470-8725 frá kl 13:15-16:00 á daginn.

Gjaldskrá frístundar á Djúpavogi er 448kr klst.

bottom of page