top of page
Mentor
InfoMentor kerfið er hannað til að auðvelda skólum að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá. Í hæfninámi eru hæfniviðmið veigamikill þáttur en þau eru lýsing á hæfni sem nemendur eiga að stefna að. Hæfnikortin í InfoMentor innihalda þessi hæfniviðmið fyrir hverja námsgrein og hvern árgang.
Kennarinn setur fram hvaða hæfniviðmið er unnið með hverju sinni og tengir áætlanir, verkefni og námsefni við þau inn í námslotu.Nemendur hafa aðgang að sínum námslotum. Í framhaldi metur kennari árangur nemenda og þar með gefst einstakt tækifæri til að upplýsa og virkja nemendur til þátttöku í eigin námi. Samhliða þessu gefst kennurum tækifæri á að efla samstarf sitt því þeir geta miðlað efni, afritað og endurnýtt og sparað þannig mikla vinnu og tíma.
bottom of page