top of page
logó.JPG
Móttaka nýrra nemenda

Þegar barn hefur verið skráð í skólann er mjög mikilvægt að allar upplýsingar berist fljótt til verðandi umsjónarkennara svo hann geti undirbúið góða móttöku barnsins í umsjónarbekk. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef barnið kemur inn á miðjum vetri. 

Þeir sem undirbúa komu nemandans eru skólastjórnendur og umsjónarkennari viðkomandi bekkjar. Þetta verklagt er almennt en komið er til móts við þarfir nemanda og fjölskyldu hverju sinni. 

 

Hlutverk skólastjóra:

Boða barn með foreldrum/forráðamönnum á fund í skólanum. 

Sýna barni og foreldrum/forráðamönnum skólann og önnur mannvirki og kynna þau fyrir umsjónarkennara og öðru starfsfólki.  Kynna þeim helstu reglur og starfshætti. 

Sjá til þess að gögn varðandi stundvísi, einkunnir og ástundun fylgi með skráningu nemandans í Mentor.

 

Miðlar til umsjónarkennara bakgrunnsupplýsingum s.s. gengi í námi, greiningum, sem og námslegum, félagslegum og heilsufarslegum upplýsingum. 

 

Hlutverk umsjónarkennara:

Umsjónarkennari boðar nemanda og foreldra á fund og ef þörf er á er túlkur með á fundinum. Þar er farið yfir eftirtalin atriði:

  • Skóladagatal

  • Stundatöflu

  • Skólareglur

  • Mötuneyti – eyðublað

  • Nesti

  • Mjólk – eyðublað

  • Frímínútur

  • Íþróttir/sund

  • List- og verkgreinar

  • Forföll – leyfi

  • Lengda viðveru 

  • Skólabíll fyrir þá sem þess þurfa

  • Hefðir í skólanum

Farið í gönguferð um skólann og í umsjónarstofu, nemanda og foreldrum sýnd næsta snyrting, verkgreinastofur og íþróttahús.

  • Ef nemandi hefur annað móðurmál en íslensku velur umsjónarkennari í samvinnu við verkefnastjóra stoðteymis og aðra kennara námsefni út frá þekkingu og áhugasviði.

  • Umsjónarkennari miðlar upplýsingum til annarra kennara, gangavarða og annarra starfsmanna.

 

 

Fyrir fyrsta skóladag

Umsjónarkennari undirbýr komu nýja nemandans með bekknum.

 

Lögð er áhersla á að fyrir fyrsta skóladag sé umsjónarkennarinn búinn að:

  • Skipuleggja vinateymi; að nemendur bekkjarins skiptist á að fylgja nýja nemandanum allan daginn. Í fyrstu frímínútunum þarf að tryggja að bekkjarfélagar passi upp á nýja nemandann og sjái til þess að hann sé ekki einn.

  • Ef nemandi hefur annað móðurmál en íslensku er líka lögð áhersla á fræðslu um land, menningu og fleira er tengist upprunalandi nemandans. 

  • Einnig er lögð áhersla á að allir læri að skrifa og bera fram nafn nýja nemandans.

 

Dæmi um það hvernig kennari getur undirbúið bekkinn: 

  • Hvað heitir barnið? 

  • Hvar mun það búa? 

  • Hverjir búa nálægt og geta verið samferða í skólann? 

  • Hvaðan kemur barnið, á einhver ættingja þaðan? 

  • Hvað vitum við um staðinn? 

  • Hvað getum við gert svo að nýja nemandanum liði sem best? 

 

Fyrsti skóladagurinn 

Eðlilegt er að fyrsti skóladagur fari  meira eða minna í aðlögun fyrir nemandann. 

  • Þegar nemandi kemur fyrst í skólann ætti það að vera fyrsta verk umsjónarkennara nemandans að ganga úr skugga um að hann viti um kennarastofu, salerni, fatahengi, verkgreinastofur og hvar er hægt að fá að hringja ef nauðsyn krefur og fleira. 

  • Kynna hann fyrir starfsfólki skólans. 

  • Einnig þarf að skýra vel út hvert hann leitar ef eitthvað bjátar á. 

  • Það er áríðandi núna að kennarinn leggi mikla áherslu á að hver nemandi kynni sig með nafni. 

 

Margt af því sem á undan hefur farið, miðast við það að barnið komi inn í bekkinn á miðjum vetri. Að kennarinn hafi getað undirbúið bekkjarfélagana vel áður en barnið kemur í fyrsta skiptið. Þessu er oft öfugt farið, þ.e.a.s. oftar en ekki kemur barn inn í nýjan bekk að hausti. Þá er ekki hægt að undirbúa bekkjarfélagana eins mikið. Mikilvægt er þá að nýi nemandinn fái góða kynningu um skólann eins og áður kemur fram. Það er mjög sniðugt að gera það strax að morgni fyrsta skóladags þannig að kennarinn hafi einhverja stund til að segja öðrum nemendum frá væntanlegum bekkjarfélaga. 

 

Fyrstu vikur nemanda í skólanum

  • Umsjónarkennari fylgist vel með líðan, námi og félagslegri aðlögun nemandans. 

  • Gott samstarf við heimili er undirstaða þess að barninu vegni vel í skólanum.

Foreldrar eru hvattir til að vera í góðum samkiptum við foreldra nemenda í bekknum.

 

bottom of page