top of page
logó.JPG
Nemendaráð Djúpavogsskóla

Í lögum um grunnskóla, 10.gr kemur fram að við hvern grunnskóla skal starfa nemendafélag eða nemendaráð og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hjá Djúpavogsskóla skipar skólastjóri fulltrúa úr kennarateymi unglingastigs sem ábyrgðaraðila nemendaráð. Nemendaráð hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð og er það gert að hausti ár hvert. Nemendur öðlast í leiðinni mikilvæga þekkingu á lýðræðislegum vinnubrögðum, kosningum og hvernig nefndir og ráð hafa áhrif á ákvarðanatökur í samfélaginu okkar.

Hlutverkaskipan í nemendaráði er eftirfarandi:
 

Formaður: Kemur á framfæri málefnum nemenda til hluteigandi aðila hvort sem um er að ræða samnemendur, kennara, starfsfólk, foreldra eða nærsamfélag

Gjaldkeri: Heldur utan um þá fjármuni sem nemendaráð hefur áunnið sér.

Ritari: Heldur utan um fundargerðir nemendaráðs og skilar þeim inn til stjórnenda

Meðstjórnendur (tveir): Taka að sér hlutverk og verkefni eftir því sem á þarf að halda.

Varamenn: Stíga inn í þau hlutverk sem á þarf að halda þegar forföll eru í nemendaráði.

Ábyrgðaraðili nemendaráðs: Skólinn skipar ábyrgðaraðila nemendaráðs sem sér til þess að kosið sé í ráðið, að ráðið fái svigrúm til að hittast og leiðbeinir þeim eftir þörfum. Ábyrgðaraðili er ekki hluti af nemendaráði en veitir leiðsögn, utanumhald og stuðning eftir því sem við á.

Nemendaráð hittist á fundi 1x í mánuði þar sem farið er yfir þau málefni sem á þeim brenna hverju sinni. Ábyrgðaraðili aðstoðar nemendaráð við að koma málum í réttan farveg.

 

Spring Branches
bottom of page