Á Þrettándanum sungu nemendur Djúpavogsskóla vísur Ríkarðs Jónssonar, Álfasöngur í Samveru Djúpavogsskóla. Þær voru sungnar í tilefni af 100 ára afmæli þeirra við þrettándasöng, en vísurnar voru fyrst fluttar á þrettándagleði á Djúpavogi árið1923. Ekki er almennt vitað við hvaða lag vísurnar voru sungnar áður, en nemendur sungu þær við íslenska þjóðlagið Álfadans, oft betur þekktu sem Máninn hátt á himni skín. Vísurnar rötuðu einnig í sönghefti þrettándabrennunnar sama
kvöld.
Upplýsingar um Ríkarð Jónsson má finna á heimasíðu Djúpavogs, sjá slóð; https://djupivogur.is/Mannlif/Menning/merkir-djupavogsbuar/Rikardur-Jonsson/
og inn á vefsíðunni Glatkistunni, sjá slóð; https://glatkistan.com/2015/06/10/rikardur-jonsson/ auk þess sem fylgir mynd af teikningu Finns Jónssonar, bróður hans, frá 1927, Þrettándakvöld.
Comments