top of page
Search
  • Vefstjóri

Ávaxta- og grænmetisáskrift (nýtt) í Djúpavogsskóla

Í vetur munum við bjóða nemendum Djúpavogsskóla upp á að skrá sig í ,,ávaxta- og grænmetisáskrift“, sem felur í sér ávaxta- og grænmetishressingu sem verður boðið upp á daglega í nestistímum á morgnanna. Ávaxta- og grænmetisáskrift er bæði liður í innleiðingu ,,Heilsueflandi skóla“ auk þess sem nemendur hafa tekið mjög vel í hugmyndina og óskað sjálf eftir þessari nýbreytni samkvæmt niðurstöðum hins árlega skólaþings.

          Ávextir og grænmeti munu verða pantaðir í gegnum ,,Austurlands Food Coop“ en ,,Food Coop" eru m.a. staðsett á Seyðisfirði. 

Allir ávextir og grænmeti frá þeim eru lífræn sem okkur þykir mikill kostur og hlökkum við til samstarfsins.

Ávaxta- og grænmetisáskrift er val hvers nemanda /aðstandenda og kostar 1600 kr per nemanda fyrir hvern mánuð. Hvor önn skiptist í tvö skráningar- og þá greiðslutímabil. Því verður sendur reikningur fyrir áskriftinni tvisvar á önn, 1. september og nóvember á haustönn og 1. janúar og mars (fyrir þrjá mánuði) á vorönn.

Vilji nemandi / aðstandandi breyta skráningu skal það gert fyrir 14. dag mánaðar fyrir nýtt tímabil (s.s. fyrir 14. október, 14. desember og 14. febrúar)

Hægt verður að skrá nemanda í ávaxta- og grænmetisáskrift inn á sérstöku skráningarformi sem verður sent út í sama skjali og hádegisverðar- og mjólkuráskrift.



40 views0 comments

Comentarios


bottom of page