Ólympíhlaup 2024 í Djúpavogsskóla
- Vefstjóri
- Oct 4, 2024
- 1 min read
Updated: Oct 7, 2024
Fimmtudaginn, 3. október 2024, hlupu og gengu allir nemendur Djúpavogsskóla í Ólympíuhlaupi ÍSÍ, sem áður var þekktara sem Norræna skólahlaupið og hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla frá árinu 1984, eins og margir eiga vafalaust góðar minningar um.
Skólahlaupið tókst frábærlega vel og við gefum bæði nemendum og starfsfólki gott klapp fyrir frábært hlaup, þar sem var gleði við völd, skemmtileg stemmning og allir lögðust á eitt, aðstoðuðu og tóku þátt með einum eða öðrum hætti.
Sumir nemendur sýndu frábæran metnað og kepptu t.d. við sjálfan sig með tímatöku á meðan aðrir nutu útiverunnar, enda er Ólympíuhlaupið fyrir alla, og með því eru nemendur hvattir til að efla hreyfingu sér til góðrar heilsu. Nemendur Djúpvavogsskóla hlupu 335 km.
Eins og áður mátti velja um 2,5, 5 eða 10 km leiðir. Leiðirnar voru að og út á flugbraut og einnig heilsuðu nemendur upp á styttu Eysteins Jónssonar, alþingismanns og ráðherra áður en hlaupið var í skólann.


Comments