Á morgun, fimmtudaginn 2.sept ætlar Djúpavogsskóli að taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ (áður Norræna skólahlaupið) kl 10:00.
Nemendur hlaupa/labba 2.5km, 5km eða 10km leið.
Við erum búin að mæla gróflega örugga leið fyrir nemendur að fara sem sjá má á kortunum hér fyrir neðan. Starfsfólk mun bæði fylgja nemendum en einnig verða settar upp hvatningarstöðvar þar sem starfsfólk mun taka á móti og leiðbeina nemendum réttar leiðir.
Við hvetjum foreldra sem og aðra aðstandendur eindregið til að taka þátt í þessum viðburði með okkur, rölta/hlaupa með eða vera á hvatningarstöðvum.
Hér má sjá 5 og 10 km leiðina. Hringurinn er farinn 2x fyrir 10km.
Hér má sjá gróflega 2.5km leið fyrir yngstu nemendurnar og þá sem kjósa.
Comments