top of page
Search

Þemavika 16. - 20. desember í Djúpavogsskóla

Vefstjóri

Leiðtogaráð Djúpavogsskóla er skipað fulltrúum nemenda af unglingastigi. Leiðtogaráð og Nemendaráð Djúpavogsskóla vinna þétt saman og efla hvort annað.

Leiðtográð fundar reglulega til að ræða um eiginleika jákvæðra leiðtogamennsku, hvernig þau vilja tileinka sér jákvæða leiðtogamennsku í sínu daglega lífi og þá hvernig nemendur sjálfir, ásamt foreldrum og starfsfólki skapa jákvæðan skólabrag sem eflir vellíðan allra. Leiðtogaráð stendur einnig fyrir sérstökum verkefnum og skemmtilegum viðburðum til að hafa gaman saman og vinnur mjög þétt með Nemendaráði Djúpavogsskóla.

Leiðtogaráð hefur nú skipulagt þemaviku, sem haldin verður dagana 16. - 20. desember og lýkur með jólafríi.

Þemavika þessi byggist á því að á hverjum degi vikunnar er þema sem nemendur klæða sig eða útbúa sig eftir. Mánudagur til miðvikudags eru áætlaðir fyrir 7. - 10. bekk og fimmtudagur og föstudagur eru áætlaðir fyrir alla nemendur og starfsfólk skólans:

Fyrir 7. - 10. bekk:

Mánudagur 16. desember: Treyjudagur / Jersey Day

Þriðjudagur 17. desember: 80s - 2000s Dagur / Day.

Miðvikudagur 18. desember: Andstætt kyn Dagur / Oppsite Gender Day

Fyrir 1. - 10. bekk (og starfsfólk):

Fimmtudagur 19. desember: Jólapeysudagur / Christmas Sweater Day ( sem einnig er Jólahúfu og Jóla - allskonar dagur )

Föstudagur 20. desember: Sparifatadagur og sparinesti / Fancy Friday og Christmas - snack.

Leiðtogaráð er nú starfrækt 3. árið í röð í Djúpavogsskóla og hefur nú sem fyrr verið í umsjón Williams Óðins, forstöðumanns Zion - félagsmiðstöðvar og Þórdísar Sævars, skólastjóra.



12 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page