10. bekkur á Háskóladaginn á Höfn
- Vefstjóri
- Apr 3
- 1 min read
10 bekkur fór í kynningarferð til hornarfjarðar í háskólakynningu, Háskóladagurinn á Höfn, sem haldinn var í Nýheimum, mánudaginn 10. mars. Þar lærðum við margt um hvaða nám er i boði í háskólum ú um allt sem var upplýsandi, og svo fengum við kynningu á framhaldsskólanum þar. Fríður námsráðgjafi í FAS hélt fyrir okkur kynningu um skólann. Hún sagði frá hvað er í boði í skólanum þeirra, námsbrautunum sem eru í boði þar og svo fengum við líka að heyra smá um félagslífið þar. Það var t.d. gaman að skoða íþróttabrautina og sumum fannst mjög gaman að taka einn leik í pool.
Við fórum saman í hádeginu í Hafnarbúðina.
Við, ásamt kennara og Kamil skólabílstjóra, lögðum af stað um klukkan 10. Við komum heim um það leyti sem skólinn var búinn.
Það er greinilega ýmislegt nám í boði í háskólunum.

コメント