top of page
Search
  • Vefstjóri

10. bekkur heimsækir VA og á góða samverustund

Síðastliðinn fimmtudag fór 10. bekkur ásamt fulltrúum foreldra í heimsókn í VA þar sem skólinn og heimavistin voru skoðuð. Að skólaheimsókn lokinni var ákveðið að fara saman í sumarbústað og eiga góðir stundir saman.

Það var Lilja umsjónarkennari sem hafði frumkvæði að og umsjón með ferðinni og skipulagi.

Í VA fengu nemendur almenna kynningu og í kjölfarið að velja sér fag til að kynna sér betur.

Á sama tíma voru 9. bekkingar í Fjarðarbyggð í VA og það er alltaf gaman að hitta góða félaga á Austurlandi.

Fulltrúar foreldra í ferðinni voru Guðlaugur og Marcin og fá bestu þakkir fyrir frábæra ferð. Það var m.a. frábært að fá góðar og gagnlegar spurningar frá foreldrum.

Að VA-heimsókn lokinni var rennt á Egilsstaði og verslað í matinn áður en haldið var í bústað, þar sem nemendur elduðu, gengu frá, fóru í pottinn, hvíldu sig með sjónvarpsstund og áttu góða samverustund saman. Komið var heim um hádegisbil á föstudeginum.

Krakkarnir unnu saman sem ein heild og voru til fyrirmyndar að öllu leiti.

Takk krakkar, takk Marcin og Guðlaugur og takk Lilja fyrir snilldarferð og framtak.

Frábær ferð með frábæru fólki!
55 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page