Miðvikudaginn 11. desember var haldið árlegt Aðventukvöld.
Nemendur í 3. og 4. bekk æfðu og fluttu helgileikinn undir styrkri stjórn Helgu Bjarkar og fluttu hann dásamlega fallega auk þess að syngja eitt vinsælasta jólalag allra tíma, Bjart er yfir Betlehem.
Í lokin komu nemendur og Helga öllum á óvart og sendu viðstadda beint inn í jólin, þegar krakkarnir enduðu á að syngja svo frábæralega, hátt og skýrt hið dásamlega lag Desember sem við þekkjum vel í flutningi Gretu Mjallar og SamSam-systra.
Takk fyrir dásamlega Aðventustund.
Comments