Appelsínugul veðurviðvörun á Vordögum
- Vefstjóri
- Jun 2
- 1 min read
Eins og sennilega hefur ekki farið framhjá neinum er spáð appelsínugulri viðvörun í kortunum á þessum fyrstu dögum vikunnar. Það hefur þau áhrif að áætluð dagskrá á Vordögum Djúpavogsskóla mun breytast og verða aðlöguð að veðrinu.
Eins og allir vita er starfsfólk Djúpavogsskóla frábært og lausnamiðað fólk sem var nú þegar byrjað um helgina að hugsa í lausnum og breyta plönum.
Mánudagurinn í dag, sem er ágætis rigningardagur verður nýttur eins vel og hægt er til að klára ýmis útinámsverkefni, bæði í skólaskóginum á skólalóðinni og í skólagörðunum.
Þriðjudagurinn verður all hressilegur og þá munu verkefna-áætlanir miðast við að vera á staðnum og vera inni.
Þó það sé ekki ánægjuefni fyrir alla að þurfa að breyta skemmtilega skipulaginu sem var komið þá vinna bæði nemendur og starfsfólk saman að því að búa til nýtt skipulag, aðlagað eftir veðri, sem er frábærlega vel gert hjá þeim og sem þau eiga skilið hrós fyrir.

Comments