Mánudaginn 2. desember kom skemmtilegi sviðslistahópurinn ,,Hnoðri í norðri" í heimsókn í Djúpavogsskóla, með sýninguna ,,Ævintýrir á aðventu", fyrir 1. - 5. bekk.
Sviðslistahópurinn ,,Hnoðri í norðri" samanstendur af Erlu Dóru Vogler, söng- og leikkonu, Jónu G.Kolbrúnardóttir, söng- og leikkonu og Jóni Þorsteini Reynissyni, harmonikkuleikara og listamanni.
Lokalagið í sýningunni var Skín í rauðar skotthúfur hvar nemendur tóku vel undir.
Sýninga Hnoðra í norðri var í boði Múlaþings og er hluti af BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, auk þess sem verkefnið er styrkt af Alcoa fjarðaáli, SVN, FÍH og Bílaleigu Akureyrar.
Comentarios