top of page
Search
Vefstjóri

BRAS býður eldri nemendum í Grímusmiðju með hinu spænska listafólki í ,,Neamera Teatro".

Á hverju ári leitast Djúpavogsskóli að þiggja samstarf við BRAS - menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, sem bjóða árvisst upp á vönduð og fjölbreytt menningar- og listanámskeið og/eða listviðburði fyrir unga austfirðinga. BRAS hefur getið sér góðs orðspors út fyrir landsteinana og því er listafólk hvaðanæva að sem býður ungum austfirðingum að taka þátt í listum og menningu.

Meðfylgjandi er mynd af plakati BRAS í ár, undir yfirskriftinni ,,Hringavitleysa", en Hildur Þorsteinsdóttir okkar, listkennari Djúpavogsskóla, er hönnuður þessa frábæra plakats.

Þann 7. september, síðasliðinn, bauð BRAS eldri nemendum Djúpavogsskóla upp á þátttöku í Grímusmiðju spænska listafólksins Diönu Costa og Pablo Durmán Rojas sem eru stofnaendur ,,Neamera Teatro".

Það var frábærlega skapandi hópur nemenda úr 7. og 8. bekk sem ákváðu að taka þátt og gerðu þessar flottu grímur. Ekki náðu allir sem vildu að taka þátt, vegna veikinda og ferðalaga, en grímusmiðjan var skemmtileg og skapandi og gaman að hitta listafólk frá öðrum löndum.

VIð erum svo heppin að hafa spænskumælandi nemendur í Djúpavogsskóla og þökkum Gabriellu Ósk kærlega fyrir að túlka leiðbeiningar og spurningar fyrir nemendur og listafólk.

Þau Diana og Pablo heimsóttu fleiri skóla á austfjörðum og héldu m.a. leiksýningu á Eskifirði.



24 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page