Dagana 27. - 29. janúar bauð Djúpavogsskóli nemendum sínum upp á danskennslu sem er bæði dásamleg og mikilvæg hæfni almennt fyrir allar manneskjur, frábær efling í félagslegri færni og ekki síst frábær upphitun fyrir hina árlega Árshátíðarsýningu Djúpavogsskóla, sem í ár verður í febrúar.
Það var hinn vel þekkti danskennari Jón Pétur Úlfljótsson sem kom í Djúpavogsskóla og bauð öllum nemendum og reyndar starfólki líka upp á danstíma. Auk þess bauð þorrablótsnefnd ásamt Jóni upp á skemmtilega dansupphitun fullorðinna fyrir Þorrablót.
Jón Pétur er mikill reynslubolti, og hefur auk þess að eiga og reka dansskóla, starfað við danskennslu, síðustu 40 ár, m.a. ferðast um landið og kennt unga fólkinu dans um allt land.
Jón Pétur er ekki aðeins frábær danskennari heldur er í leiðinni með frábært hópefli fyrir nemendahópa og eflir þar með færni ungs fólks í samskiptum og framkomu.
Þessir þrír dansdagar voru vel nýttir, og lauk danskennslunni með frábærri Dans-uppskeruhátíð í Íþróttahúsinu, þar sem var frábærlega mætt og kynslóðir dönsuðu og glöddust saman.
Það var svo óvænt ánægja og skemmtun að fréttamaður RUV mætti á svæðið og tók bæði viðtöl og myndir.
Við þökkum Jóni Pétri fyrri frábæra danskennslu og við þökkum, öllum sem mættu, kærlega fyrir frábæra þátttöku og skemmtun.
Það er svo dásamlegt að hittast og gleðjast saman.
Kommentarer