Nemendur Djúpavogsskóla fengu frábæra fræðsluheimsókn frá sjúkraflutningamönnum Djúpavogs, við miklar vinsældir.
Nemendur fengu að heyra um hvað þarf að tileinka sér þegar störfum sjúkraflutningafólks er sinnt, rifjað var upp með þeim hvert á að hringja, 112, ef þarf á sjúkrabíl að halda og svo fengu allir nemendur að skoða sjúkrabílinn með ljósum og hljóðum, jafnvel fá ferð í stól og börum, sem sló rækilega í gegn.
VIð vonum að engum hafi orðið hverft við að sjá sjúkrabílinn í skólanum, og þökkum þeim Agli og Nökkva kærlega fyrir skemmtilega heimsókn.
Comentarios