Dagana 23. september til 2. október hvetjum við nemendur (og foreldra) og starfsfólk til að taka þátt í ,,Göngum í skólann" sem er liður í ,,Heilsueflandi skóla".
Veðrið hefur verið fallegt haustveður og virðist verða eitthvað áfram og því eru allir hvattir til að ganga sem mest og njóta haustlitanna og fríska loftsins í leiðinni.
Tengiliður verkefnisins er Hafdís Reynsidóttir.
Nemendur og starfsfólk Djúpavogsskóla er beðið að skrá hjá sér allar gönguferðir hvern dag, áætla vegalendir og skrá hjá sér, og senda Hafdísi upplýsingarnar 2. október, sem einnig er hinn árlegi Forvarnardagur.
Gleðilega Göngudaga Djúpavogsskóla
Commenti