top of page
Search

Gleðilegan ,,Hugleiðsludag unga fólksins".

Vefstjóri

Í dag, 9. október, er haldinn hátíðlegur ,,Hugleiðsludagur unga fólksins" í áttunda sinn.

,,Hugleiðsludagur unga fólksins" er haldinn árlega á afmælisdegi friðarsinnans mikla John Lennon (John Winston Lennon), sem er einnig dagurinn þegar Friðarsúlan í Viðey er tendruð fyrir vonina um frið fyrir okkur öll, allt mannkynið.

Á hverjur ári er ,,Hugleiðsludagur unga fólksins" í samstarfi við ungt fólk og nemendur víða um land og í ár hafa 56 skólar skráð sig til þátttöku.

Á síðasta ári hóf Djúpavogsskóli innleiðingu á verkefninu ,,Heilsueflandi skóli" og var m.a. lögð áhersla á að efla andlega heilsu í gegnum núvitund, hugleiðslu og gongslökun. ,,Hugleiðsludagur unga fólksins" var þá í frábæru samstarfi við Djúpavosskóla um framleiðslu hins árlega leiðbeinandi myndbands í hugleiðslu fyrir ungt fólk, sem má sjá hér.

Fyrir árið 2023 er hugleiðslumyndband unga fólksins gert í samstarfi við Víkurskóla í Mýrdal þar sem nemendur sýna aðferðina í Kötlusetri á Vík, við gamla skipið Skaftfelling.

Myndböndin má nota alla daga og á hvaða tíma sem hentar best.


Hugleiðsla dagins (á leiðbeinandi myndbandi) - leiðbeiningar:

1. Við leggjum lófa á bringu

2. Við lokum augunum.

3. Við öndum djúpt.

4. Við hugsum okkur frið í hjarta í 3 mínútur. Finnum okkar innri frið.


Hugleiðsla gefur ungu fólki gott veganesti inn í framtíðina um hvernig má auka vellíðan innan frá, tengjast innri taktinum (hjartslættinum), minnka streitu, kvíða, áhyggjur og skapa sinn innri frið.

Hlýja, friður og kærleikur.

















 
 
 

Comments


logo (heimasidur)_edited.png
Djúpavogsskóli

Varða 6
765 Djúpivogur 

Skólinn er opin frá 

Kl. 07:50  -  15:00
 

cittaslow_text_black_edited.jpg
bottom of page