top of page
Search
  • Vefstjóri

Gleðilegan ,,Hugleiðsludag unga fólksins".

Í dag, 9. október, er haldinn hátíðlegur ,,Hugleiðsludagur unga fólksins" í áttunda sinn.

,,Hugleiðsludagur unga fólksins" er haldinn árlega á afmælisdegi friðarsinnans mikla John Lennon (John Winston Lennon), sem er einnig dagurinn þegar Friðarsúlan í Viðey er tendruð fyrir vonina um frið fyrir okkur öll, allt mannkynið.

Á hverjur ári er ,,Hugleiðsludagur unga fólksins" í samstarfi við ungt fólk og nemendur víða um land og í ár hafa 56 skólar skráð sig til þátttöku.

Á síðasta ári hóf Djúpavogsskóli innleiðingu á verkefninu ,,Heilsueflandi skóli" og var m.a. lögð áhersla á að efla andlega heilsu í gegnum núvitund, hugleiðslu og gongslökun. ,,Hugleiðsludagur unga fólksins" var þá í frábæru samstarfi við Djúpavosskóla um framleiðslu hins árlega leiðbeinandi myndbands í hugleiðslu fyrir ungt fólk, sem má sjá hér.

Fyrir árið 2023 er hugleiðslumyndband unga fólksins gert í samstarfi við Víkurskóla í Mýrdal þar sem nemendur sýna aðferðina í Kötlusetri á Vík, við gamla skipið Skaftfelling.

Myndböndin má nota alla daga og á hvaða tíma sem hentar best.


Hugleiðsla dagins (á leiðbeinandi myndbandi) - leiðbeiningar:

1. Við leggjum lófa á bringu

2. Við lokum augunum.

3. Við öndum djúpt.

4. Við hugsum okkur frið í hjarta í 3 mínútur. Finnum okkar innri frið.


Hugleiðsla gefur ungu fólki gott veganesti inn í framtíðina um hvernig má auka vellíðan innan frá, tengjast innri taktinum (hjartslættinum), minnka streitu, kvíða, áhyggjur og skapa sinn innri frið.

Hlýja, friður og kærleikur.

17 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page