Guðmundur Hjörvar lögreglumaður á Djúpavogi kom í skemmtilega skólaheimsókn til að sýna sig og sjá aðra, eins og sagt er. Nemendur á öllum stigum voru svo áhugasöm og spurðu svo margra spurninga að heimsókn Guðmundar lengdist um 1,5 klukkustund frá áætlaðum tíma.
Guðmundur sýndi nemendum helsta búnaðinn sem lögreglumenn hafa með sér í vinnunni dags daglega og vakti það heldur betur lukku meðal nemenda á öllum stigum.
Einnig sagði Guðmundur frá því hvað fælist í starfi lögreglufólks dags daglega og svaraði svo fjölda spurninga í kjölfarið. Það leit út fyrir að nemendur væru til í að spurja Guðmund fram eftir degi að hinum ýmsu spurningum en Guðmundur mun koma aftur með hækkandi sól og þá varðandi hjól, hjálma og fleira.
Við þökkum Guðmundi Hjörvari kærlega fyrir skemmtilega skólaheimsókn.

Comments