top of page
Search
Vefstjóri

Gulur dagur og Gulur september í Djúpavogsskóla

Þriðjudagurinn 10. september var Gulur dagur í Djúpavogsskóla eins og víða.

Nemendur og starfsfólk mættu í gulu í smærri eða stærri mynd, uppúr og niðrúr.

Jafnvel mátti sjá Svamp Sveinsson og gamla Neista-búninga á göngum skólans.

Í samfélagsfræði skreyttu nemendur gluggana með gulum blómum.

„Með því að rétta út hjálpar hönd, sýna hlýju, skilning og samhug þá getum við öll haft áhrif.“

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka og eykur samkennd, kærleika, aðgát og umhyggju, og þá meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna.

Allir geta lagt eitthvað af mörkum.

„Mestum árangri náum við með því að virkja sem flesta til þátttöku og efla vitund fólks um þá staðreynd að geðheilbrigði er ein af grundvallarforsendum heilbrigðis okkar.“

Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að geðrækt og forvarnir eru samvinnuverkefni sem er samofið samfélaginu, enda snerti það flesta anga þess. Fjölmargir aðilar, jafnt stofnanir, félagasamtök og einstaklingar vinna óeigingjarnt og afar mikilvægt starf á þessu sviði af hugsjón og eldmóði.










17 views0 comments

Comments


bottom of page