- Vefstjóri
Ipad innleiðing í Djúpavogsskóla og grunnskólum Múlaþings
Lögð hefur verið áhersla á innleiðingu Ipada í nám og kennslu í Djúpavogsskóla. Í haust voru keyptir inn 17 nýir Ipadar með lyklaborði fyrir unglingastig. Fræðsluyfirvöld Múlaþings tóku ákvörðun um að sameina kerfislegt utanumhald Ipada í grunnskólum Múlaþings, og voru allir Ipadar í grunnskólum sveitarfélagsins teknir í gagnið í miðlægu utanumhaldi í desember á haustönn 2022. Til verksins voru fengnir reynsluboltar að norðan, Bergmann frá Giljaskóla og Hans Rúnar frá Hrafnagilsskóla, sem hafa nokkurra ára reynslu í innleiðingu og notkun Ipada í kennslu. Á nýju ári var hafist handa við að raða inn kennsluforritum sem verða notuð til náms og kennslu á vorönn í Djúpavogsskóla. Bergmann og Hans Rúnar komu í heimsókn miðvikudaginn 1. febrúar og fóru í gegnum nokkur skemmtileg kennsluverkefni i kennslustundum með miðstigi og unglingastigi, auk þess að halda Ipad-vinnustofu fyrir

kennara, þar sem ýmis kennsluforrit voru prufuð og skoðuð. Þetta var skemmtileg heimsókn og fjölbreyttir möguleikar sem kennsluforrit í Ipödum bjóða upp á.