top of page
Search

Krakkafréttir: Í Frístund taka nemendur virkan þátt

Vefstjóri

- Í Frístund er leitast við að börnin taki þátt í daglegum verkefnum, t.d. að undirbúa ávaxtahressingu, baka vöfflur, taka saman, aðstoði við eitt og annað sem þarf að gera í Frístund o.s.frv. Eitt af verkefnum sem þau vildu gera var að þvo tuskudýrin.

Það hefur verið sýnt fram á að þegar börn taka virkan þátt í því sem verið er að gera dags dagslega þá bæði læra þau mikið af því en einnig finnst þeim það oft skemmtegt.

Með þessu móti er leitast við að efla hjá börnunum að bera virðingu fyrir Frístundinni, dótinu sem þau hafa þar til afnota og að ganga vel um Frístundina og húsnæðið, og ekki síst að það verði eðlilegur taktur í deginum að börn og fullorðnir vinni saman í verkefnum dagsins.

Það eru þær Ewelina, Daniela, Barbara og Natalía sem halda svona vel utan um starfið í Frístund.





 
 
 

Comments


logo (heimasidur)_edited.png
Djúpavogsskóli

Varða 6
765 Djúpivogur 

Skólinn er opin frá 

Kl. 07:50  -  15:00
 

cittaslow_text_black_edited.jpg
bottom of page