er nýjung í vikufréttum og á heimasíðu Djúpavogsskóla.
Með ,,Krakkafréttum Djúpavogsskóla" viljum við hvetja nemendur til að stinga niður penna og fjalla um hin ýmsu verkefni og viðburði í skólastarfi Djúpavogsskóla, og deila því með foreldrum/forráðafólki, aðstandendum og öllum áhugasömum á miðlum skólans.
Eitt af því sem niðurstöður betri menntarannsókna sem gerðar hafa verið á íslensku skólastarfi hafa sýnt fram á er að nemendur, á öllum skólastigum, á Íslandi mega gjarnan efla sig í að setja fram málefni, kynna málefni, rökstyðja málefni og deila málefnum með öðrum.
Með þessari þátttöku í ,,Krakkafréttum Djúpavogsskóla" eru nemendur að efla margvíslega hæfni í móðurmálinu, taka þátt í að fjalla markvisst um málefni skólans og síðast en ekki síst að efla sig í að setja fram málefni og deila með öðrum.

Yorumlar