Litla upplestrarkeppnin í 3. og 4. bekk Krakkafrétt 3. og 4. bekkjar
- Vefstjóri
- Jun 2
- 1 min read
Við í 3. og 4. bekk tókum þátt í Litlu upplestrarkeppninni sem við ákváðum að kalla upplestraræfingu af því að við vorum ekki að keppa við hvert annað, heldur að æfa okkur að lesa upphátt og hjálpast að við að þora að standa upp og lesa fyrir fólk.
Fyrst fannst okkur þetta mjög mikill texti sem þurfti að lesa og við urðum svolítið kvíðin, en svo þegar við fórum að æfa okkur og læra textana, þá gekk þetta betur og við urðum rólegri.
Við buðum foreldrum okkar á upplestrarkvöld þar sem við lásum fyrir þau og sungum Guttavísur. Okkur fannst þetta ganga mjög vel og við vorum mjög stolt af okkur sjálfum fyrir að þora að lesa fyrir framan alla foreldrana. Sumum fannst þetta of mikið að lesa en öðrum alveg passlegt.
Allir foreldrar voru mjög stoltir af okkur og við vorum líka mjög stolt af okkur sjálfum.
Við enduðum svo daginn á því að eiginlega reka alla foreldra heim og héldum þá brjálað bekkjarpartý :)


Comments