Öll hvött til að taka þátt!
Blásið er til logo-hugmyndasamkeppni Djúpavogsskóla sem stendur til mánudagsins 21. Október, og eru öll, yngri og eldri, hvött til að taka þátt.
Hafa má í huga:
- Gildi skólans; ,,Hugrekki, Virðing, Samvinna“
- Hæglætisstefnuna; ,,Hamingjan býr í hæglætinu“.
- Allir geta lagt fram hugmyndir óháð þjálfun eða getu til að fullteikna/ fullhanna hugmyndina þar sem vinningshugmyndir verða lagðar til grundvallar áframhaldandi vinnu hjá faglærðu hönnunarteymi.
- Mikilvægt er að nafn fylgi hverri innsendri hugmynd.
Hildur listkennari heldur utan um hugmyndasamkeppnina og, auk þess að sjá til þess að allir nemendur fái tækfæri til að taka þátt, tekur hún á móti innsendum hugmyndum, hvort sem er með sniglapósti í umslagi, merkt henni/Djúpavogsskóli, Varða 6, eða á netfangið; hildur.thorsteinsdottir@mulathing.is
Þrjár hugmyndir, efstar að stigum, hljóta verðlaun og verða lagðar til grundvallar áframhaldandi vinnu hönnuðateymis skipuðu Hildi listkennara, Pálma Einarssyni hönnuði og Þór Vigfússyni sýningarstjóra Ars Longa.
Í matsferlinu fá nemendur, starfsfólk skólans og matsnefnd það hlutverk að velja efstu þrjár hugmyndirnar. Í matsnefnd sitja: Þórdís Sævarsdóttir skólastjóri, Pálmi Einarsson hönnuður, Þór Vigfússon sýningarstjóri, Greta Mjöll Samúelsdóttir frumkvöðull og þúsundþjalasmiður, Þórhildur Katrín Stefánsdóttir verkefnastjóri, Þuríður Elísa Harðardóttir áhugaljósmyndari og Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra.

댓글