top of page
Search

Merki Djúpavogsskóla

  • Vefstjóri
  • Jun 5
  • 3 min read

Nýtt merki Djúpavgosskóla hefur verið unnið á skólavetrinum 2024 – 2025.

Hönnun merkis Djúpavogsskóla hefur verið umfangsmikið og skemmtilegt samvinnuverkefni allra hagaðila skólans og fagaðila.

Merki Djúpavogsskóla:

·       Er línuteikning (hægt er að teikna merkið með einni línu).

·       Hefur tilvísun í umhverfi, náttúru og samfélag Djúpavogs.

o   Í merki Djúpavogsskóla má sjá Búlandstind, sem er sami Búlandstindur og stendur fyrir Djúpavog í merki sveitarfélagsins Múlaþings, og myndar þannig listræn tengsl við merki sveitarfélagsins.

o   Sólargeislar yfir Búlandstindi eru þrír, og hver lína í sólinni táknar eitt gildi skólans: Hugrekki, Virðingu og Samvinnu. Þegar merkið er nýtt til útprentunar í tilteknum verkefnum er sá möguleiki fyrir hendi að skrifa gildin inn í hvern sólargeisla.  

o   Kuðungurinn er tilvísun í bæði hafið sem umlykur Djúpavog og einnig í hæglætisstefnuna Cittaslow sem er samfélagsleg stefna Djúpavogs og stefna Djúpavogsskóla.  

·       Litaval er byggt á litum í merki íþróttafélagsins Neista. Dökkblár litur sem einnig er í bakgrunni merkisins er sami litur og í merki Múlaþings.  Skólaráð lagði fram hugmyndina að birtubreytingu í bakgrunni merkisins.

gt er að teikna merkið með einni línu).

·       Leturgerðin Iowa Old Style var valin af Skólaráði Djúpavogsskóla. Um leturgerðina segir: Iowa Old Style er innblásið af gömlum letur-aðferðum frá Ítalíu þar sem lögð var áhersla á gildi handverks og gæða, sem hefur góða samsvörun við m.a. hugmyndafræði hæglætishreyfingarinnar Cittaslow. Leturgerðin hafði fengið meirihluta atkvæða í Skólaráði áður en fulltrúar höfðu kynnt sér uppruna letursins, en sem styrkti val fulltrúa enn betur í sinni ákvörðun.


,,Fun fact“:

Í hugmyndasamkeppni var eftirtektarvert að í nokkrum innsendum hugmyndum nemenda var hjarta á myndinni.  Í þeim hugmyndum sem hlutu flest atkvæði var ekki hjarta á myndum, en hönnuðir höfðu orð á því að það mætti skynja kuðunginn sem hjartað í fjallinu.  Eftir að skólaráð óskaði eftir rauðum lit í innst hring kuðungsins má sjá móta fyrir hjarta (rauðum útlínum) innst í kuðungnum. Það má því segja að hjartað, sem var í nokkrum upphaflegum hugmyndum nemenda, kom fram í þróun og lokahönnun merkisins.


Tillaga nemenda:

Nemendur hafa nú þegar lagt fram tillögu að prenta á / búa til skólaboli fyrir nemendur haustið 2025, sem er skemmtileg og góð hugmynd sem eflir skólabraginn. Hugmyndinni verður vísað áfram til Nemendaráðs Djúpavogsskóla og Leiðtogaráðs Djúpavogsskóla. Einnig kom fram í umræðum að í sértækum verkefnum, t.d. bolaprentun, þemaverkefnum eða öðru, má nýta annað hvort svarthvíta merkið eða leika sér með litaval í tilefni valinna verkefna eða þemalita.

 

Hönnun og þróun merkis Djúpavogsskóla

Að vinnslu merkisins komu nemendur, starfsfólk, fulltrúar úr nærsamfélagi, hönnuðir og Skólaráð Djúpavogsskóla lagði lokahönd á merkið.

Hönnunarferlið hefur verið skapandi og skemmtilegt:

·       Haldin var hugmyndasamkeppni sem var öllum opin. Að mestum hluta voru það nemendur sem sendu inn hugmyndir, og í einhverjum tilfellum var um samstarf nemenda og foreldra þeirra að ræða. Sendar voru inn 43 hugmyndir.

·       Kosning starfsfólks var fyrsta skrefið í vali. Starfsfólk fékk fyrst af öllum að sjá hugmyndirnar (nafnlausar) og hver starfsmanneskja kaus um sínar þrjár uppáhalds tillögur.

·       Kosning nemenda var næsta skref í vali. Þá voru hugmyndir (nafnlausar) settar fram á gang skólans og kosning nemenda fór fram. Hugmyndir voru öllum til sýnis. Einnig tók fyrrverandi starfsfólk, sem heimsótti skólann, þátt í kosningu.

·       Dómnefnd, skipuð faglærðu fólki og fulltrúum úr nærsamfélagi fékk allar hugmyndirnar til skoðunar og völdu fjórar hugmyndir áfram til grundvallar að lokahönnun merkisins. Niðurstaða dómnefndar rímaði við niðurstöður kosninga.

·       Hönnuðir lögðu fram lokahönnun merkisins sem var fjallað um í skólaráði. Hönnuðir lögðu fram tillögu að litavali þar sem var leitast við að nýta liti úr merki sveitarfélagsins Múlaþingi, og að þannig væru tengst milli merkis Djúpavogsskóla og merkis Múlaþings.

·       Skólaráð tók við áframhaldandi vinnslu. Skólaráð lagði fram breytingartillögu að litavali, að hafa sömu liti og eru í merki íþróttafélagsins Neista, og skapa þannig tengsl milli merkis Djúpavogsskóla og Íþróttafélagsins Neista. Skólaráð vann áfram þróunarvinnu að litavali varðandi smáatriði og skyggingar í merkinu. Skólaráð valdi leturgerðina Iowa Old Style fyrir merkið. Sérstakt hrós fengu nemendur í skólaráði fyrir að eiga mjög virka þáttöku í umfjöllun um og við þróun merksins, að hafa verið mjög málefnaleg og sýnt frábært frumkvæði við að leggja fram eigin tillögur að breytingum, úrvinnslu og lokahönnun.




 
 
 

Comments


logo (heimasidur)_edited.png
Djúpavogsskóli

Varða 6
765 Djúpivogur 

Skólinn er opin frá 

Kl. 07:50  -  15:00
 

cittaslow_text_black_edited.jpg
bottom of page