Nemenda-Hlaðvarp Djúpavogsskóla
- Vefstjóri
- Jun 4
- 1 min read
Á Vordögum hafa nemendur Djúpavogsskóla verið að prufa og æfa sig í að gera Hlaðvarp.
Til þess að gera Hlaðvarpí dag, þarf að eiga þar til gerðan hlaðvarps-mixer, hljóðkort og míkrófóna sem passa.
Djúpavogsskóli hefur orðið sér úti um búnaðinn með það í huga að efla fjölbreytta kennsluhætti og efla fjölbreytt verkefnaskil, og ekki síst, til að virkja nemendur í að fjalla um eigið nám og skólastarf og deila því með foreldrum sínum, aðstandendum og nærsamfélaginu.
Hlaðvarp er mjög góð leið til að t.d. skila verkefnum munnlega, taka viðtöl og afla munnlegra heimilda og sem getur nýst mörgum nemendum afar vel sem verkefnaskil, auk þess að efla fjölbreytta námshætti.
Unga fólkið kann taktana vel, eru mjög fljót að tileinka sér tæknina, og kunna eiginlega betur á hlaðvörp heldur en starfsfólk.
Við hlökkum til að heyra meira frá Nemenda-Hlaðvarpi Djúpavogsskóla í framtíðinni.

Comments