,,Við vorum að gera kort fyrir krakkana í Póllandi og í 3. og 4. bekk í enskutíma.
Við vorum að skrifa um til dæmis hvað við hétum, hvort við áttum dýr eða systkini. Og hvað okkur finnst skemmtilegt"
Máney, Regína og Rán 🎤📸⭐🏆
Umsjón: Ewelina
Viðtal við fréttakonurnar þrjár:
Þórdís: Og hvernig fannst ykkur svona verkefni, að skrifa bréf til krakka í öðru landi?
Allar: Skemmtilegt.
Þær eru allar sammála um að það sé mjög mikilvægt að læra önnur tungumál:
Regína: ,,Ég lenti í því að ég var með mömmu og pabba og þá kom til mín stelpa sem talaði ekki íslensku og hún fór bara að tala við mig. ...og ég bara skildi ekkert hvað hún var að segja! Svo fór hún til mömmu sinnar og sagði eitthvað við hana og ég held hún hafi verið að segja við mömmu sína: ,,þessi stelpa, hún er bara ekki að tala við mig! Ég held í alvöru að hún hafi verið að segja það".
Máney: Já, ég lenti líka í því þegar ég var með mömmu og pabba, þá var fólk að spurja mig..... .... og ég reyndi bara að svara á spænsku.
Þórdís: Já! Vel gert!.
Rán: Já við vorum einu sinni líka að selja steina, og þá var ég beðin að tala við ferðafólkið, af því þau myndu kannski segja ,,Já" við mig. Og þá kom sko ferðamanneskja frá Japan, held ég.
Stelpurnar eru líka sammála um að þær séu bara svolítið góðar í ensku.

Comments