top of page
Search
  • Vefstjóri

,,Rúllandi" Djúpavogsskóli í Ars Longa 24

Mánudagurinn 26. ágúst er fyrsti eiginlegi kennsludagurinn í upphafi skólaársins 2024 - 2025 í Djúpavogsskóla.

Öllum nemendum verður boðið á hina frábæru sýningu ,,Rúllandi snjóbolti 16" í alþjóðlega samtímalistasafningu Ars Longa.

Þar munu Þór Vigfússon, listamaður og sýningarstjóri, og listakonan og listkennarinn Hildur Björk leiða alla nemendahópa Djúpavogsskólan um sýninguna og spá og spekúlera í hvert og eitt listaverk og um leið hvað felst í list og sköpun í allri sinni mynd.

“Before a child speaks, it sings. Before they write, they paint. As soon as they stand, they dance. Art is the basis of human expression.”

PHYLICIA RASHAD

Samstarf Djúpavogsskóla og Ars Longa / ,,Rúllandi snjóbolta" er nú endurtekið í annað sinn og verður áfram vonandi einn af frábærum árlegum nemendaviðburðum í Djúpavogsskóla.



18 views0 comments

Comments


bottom of page