top of page
Search
Vefstjóri

Rauð Aðmírálsfiðrildi úr Hallormsstaðaskógi heimsækja Djúpavogsskóla.

Móðir í 1. bekk kom með skemmtilega gesti í Djúpavogsskóla fyrir nemendur að líta á.

Tvö Rauð Aðmírálsfiðrildi sem klöktust út úr fiðrildpúpum sem fundust í Hallormsstað, en fréttnæmt er og óvenjulegt að töluvert hefur fundist af fiðrildapúpum í Hallormsstað núna nýverið.

Rauð Aðmírálsfiðrildi eru ekki alsjaldgæfir gestir á íslandi en undanfarin sumur hafa þau fundist t.d. við suðurströnd Íslands, en þau hafa ekki tímgast á Íslandi fram að þessu vegna veður- og loftlags.

Náttúru­legt út­breiðslu­svæði aðmíráls­fiðrilda eru í Suður-Evrópu, Norður-Afríku, á Mið-At­lants­hafs­eyjum og í Norður-Ameríku.

„Aðal­út­breiðslu­svæði þeirra er í Norður-Afríku og þaðan fara þau í göngum norður til Evrópu. Þau geta tímgast á Bret­lands­eyjum og myndað sumar­kyn­slóð, en lifa ekki af veturinn.

Á Ís­landi hafa aðmíráls­fiðrildi að­eins verið flækingar, hafa ekki fjölgað sér á Íslandi hingað til og lifa ekki veturinn ekki af, frekar en annars staðar í N-Evrópu, en framtíð þeirra á Íslandi mun koma betur í ljós næstu árin.



8 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page