Rigningardagur vel nýttur í Djúpavogsskóla
- Vefstjóri
- Jun 2
- 1 min read
Mánudagurinn, og þessir fyrstu dagar síðust skólaviku vorsins, er vætusamur og einhverjir myndu jafnvel segja góður fyrir gróðurinn.
Nemendur í Djúpavogsskóla nýttu daginn sem best til útináms, bæði í skólaskóginum á skólalóðinni hjá yngsta stigi og í skólagörðunum, sem miðstig var einnig búið að undirbúa fyrir helgi. Sjöundi bekkur hélt í sína fyrirhuguðu vettvangsferð, sem þó verður styttri en fyrirhugað var.
Nemendur voru dugleg og hress og klæddu sig eftir veðri og verkefnum.
Á morgun þriðjudag er búist við appelsínugulri viðvörun og því hafa nemendur og starfsfólk aðlagað alla dagskrá á þriðju- og miðvikudag, að verði bæði á staðnum og inni við.

Comentarios