Í einu þemaverkefna bjuggu nemendur til ,,sítrónu-rafhlöðu" og veltu fyrir sér lífrænni orku og þá hvernig má búa til raforku úr efnaorku.
Sítrónurafhlaða er einföld í gerð. Auk einnar safaríkrar sítrónu þarf kopar, vír í þessu tilfelli, og sink, sinkhúðaður (galvaníseraður) nagli, í þessu tilfelli. Koparinn er jákvætt skaut rafhlöðunnar og sinkhúðaði naglinn er neikvætt skaut rafhlöðunnar. Með koparþræðinum er
,,rafmagnið" leitt á milli. Ef ætlunin er að nýta raforkuna til að kveikja ljós á ljósaperu (díóðu) þarf að bæta sítrónum við og tengja saman. Nemendur fylgdust með á mæli hvað gerðist þegar hverri sítrónunni á fætur annarri var bætt við.
Til þess að gera lífræna rafhlöðu má einnig nota t.d. appelsínur og margt fleira.
Kommentare