top of page
Search

Skólaþing Djúpavogsskóla 2025

  • Vefstjóri
  • May 14
  • 2 min read

Skólaþing Djúpavogsskóla 2025 er haldið fimmtudaginn 15. maí og hefst kl. 16:15 í Djúpavogsskóla.

Dagskrá Skólaþings Djúpavogsskóla 2025:

Kl. 16:20 Málstofuhringekja 1 - Hring inn í málstofu 1 með gömlu skólabjöllunni.

Kl. 16:50 Málstofuhringekja 2 - Hringt inn í málstofu 2 með gömlu skólabjöllunni.

Kl. 17:20 Kaffihlé - boðið upp á kaffisopa á ganginum. - hringt í kaffihlé með gömlu skólabj.

Kl. 17:30 Málstofuhringekja 3 - hringt inní málstofu 3 með gömlu skólabjöllunni.


Málefni skólaþingsins / málstofurnar eru 5 talsins:

  • Bekkjarfulltrúar og bekkjarstarf: Samtal um gildi og hlutverk bekkjarstarfs og bekkjarfulltrúa.

  • Nemendaferðir og fjáraflanir: Samtal um nemendaferðir í Djúpavogsskóla, hvaða ferðir eru á vegum skólastarfsins og hvernig megi standa að fjáröflunum.

  • Google - classroom kynning: Kynning á google-classroom sem námsumhverfi og samskiptaleið.

  • Mentor - kynning: Kynning á Mentor sem verkfæri til að hafa yfirsýn yfir nám, kennslu og árangur í skólastarfi.

  • Grænfáninn í Djúpavogsskóla: Innleiðing Grænfánans í Djúpavogsskóla. Innleiðing er á byrjunarstigi.

    • Málstofa á pólsku: Fyrir foreldra/aðstandendur/nemendur sem kjósa að eiga samtalið á pólsku. Farið er yfir öll málefni málstofanna fimm.

    • Málstofa á ensku: Fyrir foreldra/aðstandendur/nemendur sem kjósa að eiga samtalið á ensku. Farið er yfir öll málefni málstofanna fimm.


Hver og einn er beðinn að velja sér 3 málefni / málstofur af 5 til að mæta á.

Ekki skiptir máli í hvaða röð er mætt í málstofurnar.

Í anddyri skólans, við upphaf Skólaþingsins, verður listi með málstofum og staðsetning (kennslustofa). Á hverri málstofu verða umsjónarmanneskjur úr hópi starfsfólks.

Þar sem skólaþingsdagur er tvöfaldur skóladagur er mætingarskylda nemenda, í 4. - 10. bekk, á Skólaþing, og gilda um það hefðbundnar reglur skólans varðandi mætingu.

Við biðlum til foreldra/aðstandenda að mæta með sínum börnum.

Einnig hvetjum við ykkur sem allra flest til að mæta og koma og taka þátt í mikilvægu samtali um skólastarfið og þróun skólastarfsins í Djúpavogsskóla.

Sjáumst á Skólaþingi 2025 í Djúpavogsskóla, fimmtudaginn 15. maí - kl: 16:15 - 18:00.




 
 
 

Comments


logo (heimasidur)_edited.png
Djúpavogsskóli

Varða 6
765 Djúpivogur 

Skólinn er opin frá 

Kl. 07:50  -  15:00
 

cittaslow_text_black_edited.jpg
bottom of page