top of page
Search
  • Vefstjóri

Skólaþing Múlaþings í Djúpavogsskóla og íbúafundur.

Updated: Oct 9, 2023

í liðinni viku voru haldin Skólaþing Múlaþings og Íbúafundir í öllum íbúðakjörnum Múlaþings.

Skólaþing nemenda í Djúpavogsskóla var haldið fimmtudaginn, 28.september, sameiginlega fyrir 5. - 10. bekk undir styrkri stjórn starfsmanna fræðslusvið og fjölskyldusviðs Múlaþings ásamt verkefnastjóra. Umsjónarkennarar sáu um Skólaþing á yngsta stigi.

Skólaþing eru vettvangur til að hlusta á raddir nemenda, til að efla nemendur í að taka þátt í lýðræðislegum samræðum og vinnubrögðum og til að nemendur fái vettvang til að setja fram eigin ábendingar, hugmyndir og tillögur um eigin velferð, nám, leik og líf.

Nú er verið að vinna ötullega að innleiðingu farsældar um allt land og m.a. undirbúningi nýrrar fjölskyldustefnu Múlaþings og því er mikilvægt að fá að heyra raddir og hugmyndir barna og ungmenna í Múlaþingi og fá hugmyndir þeirra inn í mótun fjölskyldustefnu Múlaþings.

Ferli eins og Skólaþing eflir færni þátttakenda í grunnþáttum Aðalnámsskrár sem byggir m.a. á;,,Lýðræði og mannréttindi", ,,Jafnrétti" og sem hefur þá einnig áhrif á ,,Heilbrigði og velferð" svo dæmi séu nefnd.

Skólaþingi var fylgt eftir með íbúafundi, þar sem var bæði vel mætt, voru góðar umræður og góðar ábendingar, tillögur og hugmyndir.

Verkefnastjóri Skólaþinga Múlaþings var María Kristín frá Nordic Consulting.

Við þökkum fyrir skemmtilegt Skólaþing og góðan íbúafund.









20 views0 comments

Commentaires


bottom of page