top of page
Search
  • Vefstjóri

Skólabyrjun 2021

Nóg er um að vera í skólanum í upphafi skólaárs. Unnið er að breytingum bæði innandyra og utan ásamt því að kennarar og starfsfólk nýta þessa viku vel í bæði undirbúning og endurmenntun. Sú nýbreytni verður þetta skólaárið að nemendur mæta í skólasetningarviðtöl þar sem þeir, ásamt forráðamönnum sínum, hitta umsjónarkennara og fara saman yfir komandi skólaár. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25.ágúst. Forráðamenn fá sendar nánari upplýsingar fyrir helgi og hlökkum við til að bjóða nýja sem gamla nemendur velkomna en hátt í hundrað nemendur stunda nám við skólann í vetur. Við minnum á að skóladagatalið er aðgengilegt á forsíðu heimasíðunnar.

57 views0 comments

Comments


bottom of page