top of page
Search

Skólahald fellur niður vegna Kvennaverkfalls, þriðjudaginn 24. oktober

Vefstjóri

Þriðjudaginn 24. október fellur skólahald niður í Djúpavogsskóla vegna Kvennaverkfalls 2023.

Frístund verður einnig lokuð.

Fulltrúar yfir 30 samtaka kvenna og fimm heildarsamtaka launafólks samþykktu einróma í sumar að boða til kvennaverkfalls 24. október.

Yfirskrift Kvennaverkfallsins árið 2023 er: ,,Kallarðu þetta jafnrétti?"

Markmið verkfallsins er að kalla eftir aðgerðum stjórnvalda, atvinnurekenda, stéttarfélaga, félagasamtaka og annarra stofnana gegn ofbeldi og launaþjófnaði.

Verkfallið í ár verður heilsdagsverkfall, líkt og var gert árið 1975.

Dagurinn mun ná hámarki í höfuðborginni með viðburði á Arnarhóli klukkan 14. Viðburðir verða einnig skipulagðir víðs vegar um landið.

Að Kvennaverkfalli standa ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, Kvenréttindafélag Íslands, Feminísk fjármál, Samtökin ´78, Stígamót, UN Women, ICEFEMIN, Rótin og Kvennasögusafn Íslands.

Inn á kvennafri.is er hægt að lesa meira um kvennaverkfallið.



27 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


logo (heimasidur)_edited.png
Djúpavogsskóli

Varða 6
765 Djúpivogur 

Skólinn er opin frá 

Kl. 07:50  -  15:00
 

cittaslow_text_black_edited.jpg
bottom of page