top of page
Search
  • Vefstjóri

Skapandi stærðfræði og fjölbreyttir kennsluhættir í Djúpavogsskóla

Í vetur höfum við hafið innleiðingu á Skapandi stærðfræði í samstarfi við Dr. Ósk Dagsdóttur, sem ásamt því að kenna á námskeiðum og sinna ráðgjöf, kennir stærðfræði á menntavísindasviði Háskóla íslands.

Skapandi stærðfræði kemur inn á að virkja lausnahugsun í stærðfræði, að efla samræður og samvinnu nemenda í stærðfræðidæmum og stærðfræðilausnum og að leggja áherslu á mikilvægi hugsunarinnar og ferlisins, og þá einnig hvernig nemendur nálgast lausnirnar með mismunandi leiðum, sem allar geta verið góðar og gagnlegar.

Innleiðing Skapandi stærðfræði hófst á haustönn 2022, og hófst með netfundum með kennurum. Í innleiðingu hennar felst einnig samtalið um fjölbreytta kennsluhætti sem er hluti af starfsþróuninni. Mánudaginn 23. janúar kom Ósk í heimsókn í Djúpavogsskóla sem gestakennari og ráðgjafi, kenndi stærðfræði á unglingastigi, hélt stærðfræði-vinnustofu fyrir kennara, var til viðtals og ráðgjafar fyrir stærðfræðikennara og aðra áhugasama kennara. VIð hlökkum til að halda áfram að þróa skapandi stærðfræði í Djúpavogsskóla.


20 views0 comments

Recent Posts

See All

Коментарі


bottom of page