top of page
Search

Skemmtilegt í snjónum í febrúar

Vefstjóri

Í vetrartíðinni í byrjun árs hafa nemendur skemmt sér í frímínútum og útiveru við ýmsa iðju í snjónum. Vetrargleðin sem fylgir snjónum er t.d. að snjókarlar og snjó-fígúrur líta dagsins ljós, af og til er hægt að renna sér og svo eru dugnaðarforkar sem vilja taka vel til hendinni.

Það hefur t.d. verið einkar vinsælt að fá skóflur og sópa skólans út í frímínútur til að moka, sópa og hreinsa t.d. gangstéttar, innganga og almennt gera allt aðgengi betra.

Við kunnum þessum dugnaðarforkum bestu þakkir fyrir.

Meðfylgjandi eru örfáar myndir af tveimur duglegum krökkum á yngsta stigi, en dugnaðarforkarnir eru fleiri og af öllum stigum.






 
 
 

Comments


logo (heimasidur)_edited.png
Djúpavogsskóli

Varða 6
765 Djúpivogur 

Skólinn er opin frá 

Kl. 07:50  -  15:00
 

cittaslow_text_black_edited.jpg
bottom of page