,,Stóra upplestrarkeppnin“ var haldin í skólanum, miðvikudaginn 1. Mars, þar sem kepptu sjö metnaðarfullir og flottir nemendur og sýndu fram á frábæra frammistöðu auk þess sem Marteinn flutti ljóð og stóð sig alveg frábærlega.
Rökkvi Pálmason kynnti keppnina vel til leiks eins og honum einum er lagið.
Ekki skemmdi sólríkur vordagurinn fyrir og 5. Og 6. Bekkur auk foreldra keppenda horfðu á.
Dómnefndin tók fram að aldrei hafa verið gefin jafn mörg heildarstig þar sem hópur lesara var svo ótrúlega jafn. Dómnefnd þurfti því að gefa sér góðan tíma og takast nokkuð á um þá fjóra sem valdir yrðu áfram í lokakeppnina, sem haldin verður á Djúpavogi, 15. Mars næstkomandi.
Við óskum þeim Ödu, Amelíu, Bergþóru, Bryndísi, Kolfinnu, Hlíf og Telmu innilega til hamingju með frábæra frammistöðu og hæsta heildarskor dómnefndar undanfarinnar ára, og óskum þeim Bergþóru, Bryndísi, Kolfinnu og Hlíf til hamingju með að halda áfram í lokakeppnina.
Comments