Search
  • Vefstjóri

Styrkur frá forriturum framtíðarinnar!

Við í Djúpavogsskóla vorum svo heppin að fá styrk frá Forriturum framtíðarinnar til að efla og auka upplýsingatæknikennslu við skólann. Djúpavogsskóli sótti um annars vegar styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu og hinsvegar námskeiðsstyrk fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu. Fengum við annarsvegar 100.000kr styrk fyrir námskeiðum og 150.000kr styrk til tækjakaupa. Við erum virkilega þakklát Forriturum framtíðarinnar fyrir styrkinn og munum að sjálfsögðu upplýsa um hvernig hann nýtist okkur næsta skólaár. Hér má sjá heimasíðuna þeirra sem gaman er að skoða.

4 views0 comments

Recent Posts

See All

Skólaslit 2021

Kæru nemendur og forráðamenn Djúpavogsskóla verður formlega slitið föstudaginn 4.júní kl 14:00 í Djúpavogskirkju. Hlökkum til að sjá ykkur öll og bjóðum við sérstaklega velkomin nemendur í elsta árg