top of page
Search

Um 85% nemenda nýta sér daglega ávexti og grænmeti

Vefstjóri

Ávaxta- og grænmetisáskrift hefur gengið frábærlega í Djúpavogsskóla.

Í því felst að nemendur fá daglega gæða grænmeti og ávexti í morgunnestinu.

Það er hún frábæra Daniela okkar sem hefur umsjón með pöntunum og skipulagi með góðri aðstoð okkar frábæru Moniku.

Viðtökur hafa verið hreint út sagt frábærar því um 85 % nemenda nýta sér þennan góða möguleika strax frá upphafi skólaárs.

Alltaf er hægt að bæta áhugasömum í mánaðarlega áskrift, sem kostar 1600 kr á mánuði.

Ávextirnir og grænmetið eru lífræn og pöntuð í samvinnu við Austurlands Food Coop.

Í Ávaxta- og grænmetisáskrift Djúpavogsskóla samþættast ýmsar stefnur og straumar, þar fremst í flokki er innleiðing ,,Heilsueflandi skóla" og valdefling nemenda, sem svör við óskum nemenda frá skólaþingum Djúpavogsskóla.

Einnig má segja að markmið samþættist að meira eða minna leyti við markmið Grænfánaskóla og aukna vellíðan nemenda sem er megin stef i í öðrum stefnum skólans, eins og Leiðsagnarnámi og Uppeldi til ábyrgðar.







 
 
 

Comments


logo (heimasidur)_edited.png
Djúpavogsskóli

Varða 6
765 Djúpivogur 

Skólinn er opin frá 

Kl. 07:50  -  15:00
 

cittaslow_text_black_edited.jpg
bottom of page