top of page
Search
  • Vefstjóri

Uppskera skólagarða Djúpavogsskóla haustið 2023

Að endurvekja Skólagarðana var eitt af skemmtilegum verkefnum síðasta veturs og vors sem var unnið í gegnum innleiðingu ,,Heilsueflandi grunnskóla" 2022-2023.

Verkefnið var unnið af Stýrihóp Heilsueflandi grunnskóla þar sem okkar frábæri heimilisfræðikennari, Helga Rún Guðjónsdóttir undirbjó garðana með nemendum og samþætti verkefnið heimilisfræði.

Í vor tók Ania okkar Czeczko við keflinu þar sem allir nemendur tóku þátt í að setja niður ýmist kartöflur, rófur, gulrætur, spergilkár, grænkál, blómkál, radísur og jafnvel var aðeins prufað að setja niður kryddjurtir.

Nemendum fannst mörgum hverjum mjög gaman að gera skólagarðana tilbúna, sá og setja niður og enn fleiri nemendur voru ánægðir og jafnvel heillaðir að sjá uppskeruna.

Nemendur tóku upp afurðir skólagarðanna í nokkrum hópum og okkar frábæri hópur á unglingastigi kláraði að taka upp síðustu hluta uppskerunnar með Unni okkar, í útikennslu.

Á föstudaginn var uppskeruhátíð Djúpavogsskóla, þar sem allir nemendur tóku hluta af uppskerunni með sér heim.

Við vonum að þið hafið notið uppskerunnar vel og jafnvel fundið skemmtilegar uppskriftir til að nýta allt þetta gæða grænmeti.

Það er samróma álit nemenda og starfsfólks að halda áfram að vinna saman í skólagörðunum.10 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page