top of page
Search

Drykkjarfontur í Djúpavogsskóla

Vefstjóri

Updated: Feb 19

Í vikunni var settur upp sérlegur drykkjarfontur fyrir nemendur. Þar geta nemendur nú bæði fengið sér að drekka beint úr krananum og fyllt á vatnsflöskurnar sínar.

Drykkjarfonturinn er staðsettur á gangi skólans, á veggnum beint á móti heimilisfræðistofunni góðu.

Bæði nemendur og starfsfólk eru hæstánægð með þessa frábæru úrlausn til að tryggja öllum gott aðgengi að drykkjarvatni.

Það voru þeir Rúnar M og Venni sem eiga heiður skilinn fyrir að vinna með skólanum að þessari góðu og þörfu lausn, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Í Föstudagssamverunni var klappa duglega fyrir nýja drykkjarfontinum, Venna og Rúnari M.



 
 
 

Comments


logo (heimasidur)_edited.png
Djúpavogsskóli

Varða 6
765 Djúpivogur 

Skólinn er opin frá 

Kl. 07:50  -  15:00
 

cittaslow_text_black_edited.jpg
bottom of page