Heilsuvernd barna í Djúpavogsskóla
Heilsuvernd skólabarna í Djúpavogsskóla er á vegum Heilsugæslunnar á Djúpavogi.
Skólahjúkrunarfræðingur er Eygló Valdimarsdóttir, viðverutími er fimmtudaga frá 8-14.
Netfang skólahjúkrunarfræðings er: eyglo.valdimarsdottir@hsa.is og sími 470-3090.
Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd.
Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.
Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru:
-
Fræðsla og heilsuefling
-
Bólusetningar
-
Skimanir
-
Viðtöl um heilsu og líðan
-
Umsjón og eftirlit með umönnun langveikra barna innan skólans
-
Ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans
Skólahjúkrunarfræðingur vinnur í náinni samvinnu við forsjáraðila, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi.
Skólahjúkrunarfræðingur situr einnig í nemendaverndarráði skólans.
Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Þjónusta heilsuverndar skólabarna er skráð í rafræna sjúkraskrá heilsugæslunnar.
Hér má sjá yfirlit yfir fræðslu og skimanir eftir árgöngum.

