top of page
logó.JPG
Heilsuvernd barna í Djúpavogsskóla

Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.

Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru:

  • Fræðsla og heilsuefling

  • Bólusetningar

  • Skimanir 

  • Viðtöl um heilsu og líðan

  • Umsjón og eftirlit með umönnun langveikra barna innan skólans

  • Ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans

Skólahjúkrunarfræðingur vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi. 

Skólahjúkrunarfræðingur Djúpavogsskóla er Eygló Valdimarsdóttir. Hún er með viðveru í skólanum á fimmtudögum en hægt er að senda henni póst á eyglo.valdimarsdottir@hsa.is.

Hér má sjá yfirlit yfir fræðslu og skimanir eftir árgöngum.

 

Spring Branches
bottom of page